Panelist terms (IS)

Skilmálar fyrir hópaðild, þátttöku í könnunum og notkun þjónustu

Gildistökudagur: 28. febrúar 2018
Síðast endurskoðað: 28. febrúar 2018

Skilgreiningar
Í þessum skilmála eiga eftirfarandi hugtök og orðalag að hafa svohljóðandi merkingu:

„Virkur hópmeðlimur“ vísar til hópmeðlims sem hefur: (a) tekið þátt í könnun, (b) annarri rannsóknaráætlun; eða (c) öðrum þáttum þjónustunnar að minnsta kosti einu sinni á síðustu tólf (12) mánuðum; eða hefur (d) uppfært notanda- eða meðlimaupplýsingar sínar að minnsta kosti einu sinni á síðustu tólf (12) mánuðum.

„Rakningarþjónusta markaðsrannsókna“ vísar til þjónustu sem notandinn samþykkir og getur fylgst með hegðun notandans á netinu, svo sem vefsíðum sem hann hefur aðgang að og netherferðum sem eru honum sýnilegar vegna markaðsrannsókna, þar á meðal rannsókn á auglýsingarakningu.

„Gildandi lög“ vísar til gildandi lands- og/eða staðbundinna laga og reglugerða.

„Viðskiptavinur“ vísar til viðskiptavina okkar sem við veitum þjónustu.

„Efni“ vísar til upplýsinga á svæði okkar, könnunarsvæði, hópsvæði eða samstarfsaðilasvæði.

„Hópur“ vísar til hóps einstaklinga sem hefur samþykkt að vera boðin þátttaka og tekur þátt í markaðsrannsóknum, öðrum rannsóknaráætlunum eða öðrum þáttum þjónustu í tengslum við markaðsrannsóknir.

„Hópmeðlimur“ vísar til meðlims í hópi.

„Eigandi hóps“ vísar til eiganda hóps og hópsvæðis sem þú ert meðlimur að.

„Hópsvæði“ vísar til vefsvæðis þar sem einstaklingar geta skráð sig til að gerast hópmeðlimir.

„Samstarfsaðili” vísar til eins af samstarfsaðilum okkar, þar eru meðtaldir eigendur hópa og aðrir samstarfsaðilar.

„Samstarfsaðilasvæði” vísar til vefsvæðis sem er stjórnað af einum samstarfsaðila okkar.

„Þátttakandi” vísar til einstaklings, sem er ekki hópmeðlimur, sem úthlutað er könnun, annarri rannsóknaráætlun, eða öðrum þáttum þjónustunnar af einum samstarfsaðila okkar.

„Persónuupplýsingar“ vísar til hvers kyns upplýsinga um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling („Skráðan aðila“); persónugreinanlegur einstaklingur er sá sem unnt er að persónugreina eða rekja, beint eða óbeint, einkum með tilvísun í kennimerki, annaðhvort eitt sér eða í tengslum við aðrar persónulegar eða persónugreinanlegar upplýsingar. Persónuupplýsingar geta innihaldið upplýsingar eins og nafn, kennitölu, fæðingardag og -stað, eftirnafn móður fyrir giftingu, lífkenniupplýsingar, ljósmyndir, hljóð- eða myndbandsupptöku, menntun, fjárhags- og atvinnuupplýsingar sem hægt er að tengja við einstakling. (ATHUGAÐU: Persónuupplýsingar geta einnig verið kallaðar persónugreinanlegar upplýsingar.)

„Rannsóknaráætlun“ vísar til annars rannsóknarmöguleika en könnunar.

„Takmarkað efni“ vísar til trúnaðar- og/eða einkaleyfisupplýsinga, gagna, vara og efnis sem tilheyrir okkur og/eða eiganda hóps, könnunaraðila, viðskiptavini, samstarfsaðila og/eða leyfisveitanda.

„Þjónusta“ vísar til (a) þjónustunnar sem við veitum sem gerir þér kleift, sem hópmeðlimur eða þátttakandi, að taka þátt í (a) hóp eða könnun, (b) annarri rannsóknaráætlun eða (c) annarri þjónustu sem við veitum og er notuð af þér, svo sem rakningarþjónustu markaðsrannsókna.

„Framlagning“ vísar til allra athugasemda, ummæla, tillaga, hugmynda og annarra upplýsinga sem þú leggur fram eða við söfnum saman þegar þú tekur þátt í hópi, svarar könnun eða annarri rannsóknaráætlun eða notar þjónustuna.

„Könnunaraðili“ vísar til eiganda könnunar, sem er yfirleitt viðskiptavinur.

„Könnunarsvæði“ vísar til vefsvæðis þar sem þú svarar og lýkur könnun.

„Könnun“ vísar til markaðsrannsóknakannana sem við höfum lagt fram fyrir þig.

„Vefsvæði þriðja aðila“ vísar til vefsvæða sem er viðhaldið og/eða stjórnað af þriðja aðila.

„Notandi“ vísar til þín sem einstaklings þegar þú notar þjónustuna.

„Notandaefni“ vísar til alls efnis, gagna, upplýsinga og athugasemda sem þú notar, hleður upp, birtir eða sendir inn eða sem við söfnum saman þegar þú notar þjónustuna, þar með taldar upplýsingar sem fengnar eru frá auglýsingarakningarþjónustu, svo sem gögn um notkunarmynstur á Internetinu.

„Þú“, „Þú sjálf(ur)“, „Þitt“ og „Þín/þinn“ vísar til þín sem einstaklings.

„Við“, „Okkur“, „Okkar“ og „Cint“ vísar til sænska aðilans Cint AB skráningarnr. 556559-8769.

1. Gildissvið; Samningur
Þessir skilmálar (héðan í frá „Skilmálar“) gilda til viðbótar við aðra samninga við eiganda þess hóps sem þú ert hópmeðlimur að, auk sérstakra ákvæða sem kunna að gilda fyrir könnun, aðra rannsóknaráætlun eða aðra þjónustu. Þessir skilmálar gilda ekki að því marki sem þeir eru í bága við skilmála samnings milli þín og hópeiganda eða við sérstaka skilmála sem eigandi hóps eða viðskiptavinur leggur fram sem skilyrði fyrir þátttöku þinni í könnun eða öðrum rannsóknaráætlunum, svo framarlega sem slíkir skilmálar draga ekki úr réttindum okkar eða auka ábyrgð okkar sem tilgreind er í þessum skilmálum.

2. Inngangur
Tilgangur þessara skilmála er að setja fram almenna skilmála fyrir notkun þína á þjónustunni, þar með talda þátttöku þína í könnunum, hóp eða öðrum rannsóknaráætlunum.

Við höldum utan um samskipti könnunaraðila og eiganda hóps og við komum fram fyrir hönd eiganda hóps. Við höfum einnig umsjón með verkvanginum sem veitir hópmeðlimum tækifæri til að taka þátt í könnunum, öðrum rannsóknaráætlunum og að nota aðra þjónustu.

Auk framangreindra atriða kunnum við einnig að halda utan um hvatningu. Upplýsingar um slíkt hvatakerfi er að finna í þessum skilmálum.

3. Skilyrði fyrir hópaðild
Hópaðild er yfirleitt opin fyrir einstaklinga sem uppfylla aðildarkröfur, þar á meðal, en ekki takmarkað við, lágmarks aldurskröfur og landfræðilegar staðsetningarkröfur. Aðildarkröfurnar kunna að vera mismunandi eftir hópum og eru ákvarðaðar af eiganda hópsins. Með því að samþykkja að gerast hópmeðlimur samþykkir þú að fá boð um að taka þátt í könnunum, rannsóknaráætlunum eða annarri þjónustu, bæði frá eiganda hópsins sem þú sóttir um hópaðild að og öðrum eigendum hópa. Þú getur sagt upp hópaðild hvenær sem er, sjá lið 12 „Reglur um uppsögn“ hér fyrir neðan.

Við leyfum aðeins einn hópmeðlim á hvert netfang innan hvers hóps.

4. Skráning í hóp
Til þess að gerast hópmeðlimur verður þú að skrá þig á hópsvæði og veita ákveðnar upplýsingar um sjálfa(n) þig. Upplýsingar sem þú veitir verða að vera sannar, réttar og nákvæmar. Við áskiljum okkur rétt til að takmarka eða meina þér aðgang að þjónustunni, þátttöku í könnun eða annarri rannsóknaráætlun ef við höfum ástæðu til að gruna að upplýsingarnar sem þú veittir séu ekki sannar, réttar og nákvæmar.

Hópaðild er persónuleg og má aðeins vera notuð af einstaklingnum sem skráir sig í hópinn. Þú berð ábyrgð á að halda notandaupplýsingum og aðgangsorði sem trúnaðarmáli og þú berð ábyrgð á allri notkun aðildarreikningsins þíns, hvort sem notkunin er með eða án leyfis.

5. Skilyrði fyrir þátttöku í könnun, annarri rannsóknaráætlun eða þjónustu
Þegar þú tekur þátt í könnun, annarri rannsóknaráætlun eða þjónustu og/eða notar svæðið okkar, könnunarsvæði eða hópsvæði ber þér skylda til að lúta ákvæðum þessara skilmála auk annarra skilmála sem eiga við um þátttöku þína, þar með talda alla samninga milli þín og eiganda hóps eða skilmála sem viðskiptavinur eða samstarfsaðili hefur sett.

Með því að taka þátt í könnun, annarri rannsóknaráætlun eða þjónustu, samþykkir þú að veita sannar, réttar og nákvæmar upplýsingar um sjálfa(n) þig. Ef þú veitir upplýsingar sem við höfum ástæðu til að gruna að séu ekki sannar, réttar og nákvæmar getur verið að þú uppfyllir ekki skilyrði til að taka þátt í könnun, annarri rannsóknaráætlun eða þjónustu og þar af leiðandi færðu enga hvatningu fyrir þátttökuna. Auk þess getur eigandi hóps bundið enda á aðild þína með þeim afleiðingum að þú getur ekki lengur tekið þátt í könnunum eða öðrum rannsóknaráætlunum.

Þú berð ábyrgð á aðgerðum og samskiptum sem fara fram eða eru sendar frá reikningnum þínum.

6. Notkun þjónustu
Þátttaka í könnun, annarri rannsóknarþjónustu eða notkun þjónustu er valfrjáls. Þjónustan er til persónulegra nota en ekki viðskiptalegra og við áskiljum okkur rétt til þess að breyta, laga, takmarka eða meina aðgang að öllum eða einhverjum hluta þjónustunnar án undangenginnar tilkynningar.

Okkur er heimilt að neita hverjum sem er, hvenær sem er, um þjónustuna að eigin vild.

Þú staðfestir að þú hefur aðgang að, notar og/eða tekur þátt í þjónustunni sem sjálfstæður verktaki og engin umboðs-, samtaka-, samreksturs-, launþega-atvinnurekanda- eða sérleyfisveitanda-sérleyfishafatengsl eru fyrirhuguð eða mynduð af þessum skilmálum.

7. Óheimil notkun
Þú samþykkir að:

(a) trufla ekki, skipta þér af öryggi eða misnota á annan hátt þjónustuna eða vefsvæði okkar, könnunarsvæði, hópsvæði, samstarfsaðilasvæði eða einhverja þjónustu, kerfistilföng, reikninga, netþjóna eða netkerfi sem tengjast eða eru aðgengileg í gegnum könnun, könnunarsvæði eða tengd svæði;

(b) nota ekki „spider“ leitarvél, vélmenni eða aðrar sjálfvirkar gagnavinnsluaðferðir til að skrá, hlaða niður, geyma eða á annan hátt afrita eða dreifa gögnum eða efni sem er tiltækt í tengslum við þjónustuna, eða með öðrum hætti hagræða niðurstöðu úr könnun;

(c) grípa ekki til aðgerða til að trufla vefsvæði okkar, könnunarsvæði, hópsvæði, samstarfsaðilasvæði eða notkun einstaklings á slíkum vefsvæðum, þar með talda, en ekki takmarkað við, ofhleðslu eða „hrun“ á vefsvæði;

(d) senda ekki eða breiða út vírusa, skemmd gögn eða hvers konar skaðlega, truflandi eða eyðileggjandi kóða, skrár eða upplýsingar, þar á meðal, en þó ekki eingöngu, njósnahugbúnað, spilliforrit og trójuhesta;

(e) safna ekki persónuupplýsingum annarra notenda þjónustunnar;

(f) senda ekki óumbeðinn tölvupóst, svo sem kynningar og auglýsingar fyrir vörur eða þjónustu;

(g) opna ekki, nota eða halda uppi fleiri en einum (1) aðildarreikningi í hópi;

(h) nota ekki eða reyna að nota reikning annars notanda í leyfisleysi eða stofna reikning undir fölsku nafni;

(i) reyna ekki að fá óheimilan aðgang að vefsvæði okkar, könnun, könnunarsvæði, hópsvæði, samstarfsaðilasvæði eða hlutum könnunar, vefsvæðis okkar, könnunarsvæðis, hópsvæðis eða samstarfsaðilasvæðis sem lokuð eru almennum aðgangi;

(j) falsa ekki eða fela þitt sanna auðkenni;

(k) ramma ekki hluta af vefsvæði okkar, könnunarsvæði, hópsvæði eða samstarfsaðilasvæði og birta það á öðru vefsvæði eða fjölmiðli eða breyta útliti hvaða könnunarsvæðis, hópsvæðis eða samstarfsaðilasvæðis sem er;

(l) koma ekki fyrir tenglum af vefsíðu á vefsvæði okkar, könnunarsvæði, hópsvæði eða samstarfsaðilasvæði eða svæði þjónustunnar, án þess að fyrir liggi skrifleg heimild til þess frá okkur;

(m) senda ekki eða breiða út ógnandi, niðrandi, ærumeiðandi, klúr, klámfengin, ósæmileg, hneykslanleg eða ögrandi gögn eða efni;

(n) nota ekki klúrt, móðgandi eða ruddalegt orðbragð á vefsvæði okkar, í könnun eða á könnunarsvæði, hópsvæði eða samstarfsaðilasvæði;

(o) taka ekki þátt í hvers konar sviksamlegri starfsemi, þar með talið, en ekki takmarkað við, að hraða sér í gegnum könnun, taka sömu könnunina oftar en einu sinni, senda inn rangar upplýsingar meðan á skráningarferlinu stendur, leggja fram röng eða ósönn könnunargögn, innleysa eða reyna að innleysa hvatningu í gegnum rangar eða sviksamlegar leiðir, eiga við kannanir og, með tilliti til notkunar á auglýsingarakningarþjónustunni, fá aðgang að
vefsíðum eða netherferðum í því eina skyni að gefa
ódæmigerða sýn á nethegðun þína;

(p) vendismíða ekki neina þætti þjónustunnar eða framkvæma athafnir sem gætu afhjúpað eða uppljóstrað upprunakóðanum, fara framhjá eða sniðganga mæla eða stjórntæki sem notuð eru til að banna eða takmarka aðgang að hvaða vefsíðu, efni eða kóðum sem er, nema að því leyti sem er sérstaklega heimilt í gildandi lögum;

(q) taka ekki þátt í neinu glæpsamlegu eða ólöglegu athæfi sem kann að vera tengt við svæðið okkar, könnun eða könnunarsvæði, hópsvæði eða samstarfsaðilasvæði;

(r) nota ekki „Takmarkað efni“ sem brýtur í bága við þessa skilmála; eða

(s) hvetja og/eða ráðleggja einstaklingi, þar á meðal, en ekki einungis, hópmeðlimum, þátttakendum eða einhverjum starfsmönnum okkar að fremja verknað sem stangast á við þessa skilmála.

8. Takmarkað efni
Nema annað sé tekið fram er allt efni, þar með talið, án takmarkana, öll hugtök, textar, hönnun, grafík, teikningar, ljósmyndir, myndskeið, tónlist og hljóð, öll vörumerki, þjónustumerki og viðskiptaheiti, sem notuð eru í könnunum, öðrum rannsóknaráætlunum eða annarri þjónustu og/eða á svæðinu okkar, könnunarsvæði, hópsvæði eða samstarfsaðilasvæði og val og fyrirkomulag þess, háð hugverkaréttindum, þar á meðal en ekki takmarkað við höfundarrétt, vörumerki og einkaleyfi eða rétt til að sækja um skráningu þeirra hvar sem er í heiminum, í eigu eða með leyfi okkar, könnunaraðila, eiganda hóps, samstarfsaðila eða annars þriðja aðila sem er viðkomandi eigandi eða stjórnandi takmarkaða efnisins.

Þegar þú notar þjónustu eða tekur þátt í könnun, annarri rannsóknaráætlun eða þjónustu, gæti takmarkaða efnið orðið á vegi þínum. Þú hefur ekki réttindi til að komast að takmarkaða efninu og öll hugverkaréttindi eru sérstaklega frátekin. Þú hefur enga heimild til að nota takmarkaða efnið eða inntak þess, afhjúpa það, hlaða því niður, afrita, dreifa eða endurskapa (þar á meðal en ekki takmarkað við birtingu á vefsíðu, samfélagsmiðlum eða bloggi). Athygli er vakin á því að lagalegar ráðstafanir verða teknar ef hægt er að rekja einhverja óleyfilega notkun á takmarkaða efninu til þín. Þú ert hér með upplýst(ur) um og gerir þér grein fyrir að við munum vinna í fullri samvinnu að öllum beiðnum frá þriðja aðila um birtingu upplýsinga (þar á meðal en ekki takmarkað við birtingu á auðkenni þínu) sem tengjast yfirlýsingu um að þú hafir notað takmarkaða efnið í bága við þessa skilmála sem við teljum lögmæta.

Þú getur aðeins tekið þátt í könnun, annarri rannsóknaráætlun, annarri þjónustu og/eða notað svæðið okkar, könnunarsvæði, hópsvæði eða samstarfsaðilasvæði svo framarlega sem það brýtur ekki í bága við hugverkaréttindi okkar eða þriðja aðila.

9. Notandaefni
Þú berð ábyrgð á öllu notandaefni. Þú berð einnig ábyrgð á því að fá, þar sem við á, samþykki þriðja aðila, samþykki og/eða heimildir fyrir notkun þinni og okkar á notandaefni þínu. Notandaefni, þar á meðal ljósmyndir, hljóð- eða myndbandsupptökur, getur talist til persónuupplýsinga. Notandaefni þitt getur hugsanlega orðið aðgengilegt almenningi og því deilt með þriðja aðila, þar á meðal, en ekki takmarkað við, með viðskiptavinum okkar, viðskiptavinum viðskiptavina okkar, könnunaraðilum, eigendum hópa, samstarfsaðilum og þjónustuveitendum sem eru þriðju aðilar. Þú skalt tryggja að notandaefnið innihaldi ekki höfundarréttarvarið eða vörumerkt efni eða innihald frá þriðja aðila, þar á meðal hljóð, myndbönd, myndir eða líkindi með einhverjum öðrum en þér, nema þú hafir fengið samþykki, leyfi og/eða heimildir frá þriðja aðila sem krafist er fyrir notkun þinni og okkar á notandaefni þriðja aðilans. Þú færð ekki bætur fyrir notkun okkar, samstarfsaðila okkar eða viðskiptavina á notandaefni.

Með því að nota, hlaða upp, birta, senda inn eða leyfa okkur að safna (slíkt leyfi telst veitt við samþykki þitt með þessum skilmálum og notkun viðkomandi þjónustu) notandaefni í tengslum við þjónustuna, veitir þú okkur hér með varanlegan, óafturkræfan, ótakmarkaðan, breytanlegan, undirframseljanlegan, alþjóðlegan, rétthafagreiðslulausan rétt og heimild til að breyta, afrita, senda, birta, sýna, búa til afleidd verk, endurskapa, umbreyta, dreifa og á annan hátt nota notandaefni þitt að okkar eigin vild. Þú færð ekki neinar bætur fyrir notandaefni þitt eða notkun okkar á því nema það sé sérstaklega samþykkt.

Þú berð alla ábyrgð á því að tryggja að notandaefni þitt, og notkun okkar á því samkvæmt þessum skilmálum, brjóti ekki í bága við hugverkaréttindi þriðja aðila. Við getum ekki skoðað allt notandaefni og við tökum enga ábyrgð á notandaefni þínu. Við höfum rétt á, en ber ekki skylda, til að eyða, fjarlægja eða breyta notandaefni þínu sem við teljum að okkar eigin mati: (a) brjóta gegn þessum skilmálum; b) brjóta gegn hugverkaréttindum; eða (c) vera móðgandi, ærumeiðandi, klúrt eða á annan hátt óviðunandi.

10. Stefna um stigatengdar hvatningaráætlanir
Ef þú svarar og lýkur könnun, tekur þátt í annarri rannsóknaráætlun eða þjónustu, getur þú fengið stig sem hægt er að leysa út í formi fríðinda eða reiðufés í hvatningaráætlun okkar. Þér ber engin skylda til að kaupa eitthvað til þess að fá stig. Stigin sem þú vinnur þér inn eru einstaklingsbundin og ekki er hægt að flytja þau yfir á einhvern annan. Stigin þín verða gild og innleysanleg í tuttugu og fjóra (24) mánuði eftir að reikningurinn þinn verður gerður óvirkur. Öll stig eða hvatning sem þú innleysir ekki verða hugsanlega afturkölluð af okkur.

Í upphafi könnunar, annarrar rannsóknaráætlunar eða þjónustu færðu upplýsingar um fjölda stiga sem þú getur unnið þér inn. Við samþykkjum ekki á nokkurn hátt að vera bótaskyld eða ábyrg fyrir skattaafleiðingum eða skyldum sem gætu komið upp vegna stiga eða hvatningar sem gefin eru út eða innleyst. Ef þú brýtur gegn skilmálunum getur þú misst öll stigin og hvatninguna sem þú hefur unnið þér inn. Við tökum enga bótaábyrgð á notkun þinni í tengslum við stigin sem þú hefur unnið þér inn.

11. Uppfærslur á notandasíðu
Hópmeðlimir samþykkja að halda notandasíðum sínum uppfærðum. Hópmeðlimur getur uppfært, leiðrétt og/eða eytt upplýsingum á notandasíðu sinni með því að: (a) fara inn á aðildarreikning sinn; eða (b) senda tölvupóst til viðeigandi þjónustudeildar hópmeðlima fyrir viðkomandi hóp.

12. Reglur um uppsögn
Hópmeðlimir geta sagt upp þjónustu eða þjónustum (þar á meðal, án takmarkana, móttöku skoðanakannana, fréttabréfa eða upplýsinga) hvenær sem er með því að: (a) fylgja leiðbeiningum um að hætta í áskrift sem lýst er á viðeigandi hópsvæði, tengdum svæðum eða í tölvupósti frá okkur; eða (b) með því að senda tölvupóst til þjónustudeildar okkar hér

Við munum beita sanngjörnum aðferðum, eins og krafist er samkvæmt lögum eða reglugerðum, til að bregðast við hverri tölvupóstbeiðni innan hæfilegs tíma eftir móttöku. Við uppsögn þjónustunnar verða tengiliðaupplýsingar hópmeðlims fjarlægðar úr öllum samskiptum eða tengiliðalistum sem tengjast þjónustunni sem sagt er upp. Athugaðu að það getur tekið nokkra daga að ljúka fjarlægingunni og á þeim tíma kann að vera að þú fáir skeyti frá okkur sem voru búin til eða sett saman fyrir uppsögn þína.

13. Tenglar
Í tengslum við notkun þína á þjónustunni getur verið að þú getir tengt eða tengst vefsvæði þriðja aðila. Athugaðu að við styðjum ekki neinar vefsíður þriðja aðila, vörur, þjónustu og/eða tækifæri sem auglýst eða boðin eru í gegnum eða í tengslum við vefsvæði þriðja aðila. Skoðaðu allar stefnur og skilmála sem gilda um slík vefsvæði þriðja aðila vandlega.

14. Samskipti við okkur
Öll samskipti (að undanskildum persónuupplýsingum) og notandaefni sem þú sendir eða dreifir til okkar með tölvupósti eða á annan hátt, eða sem safnað er saman af okkur, verða ekki meðhöndluð sem trúnaðar- og einkaupplýsingar nema þú tilgreinir sérstaklega annað, annaðhvort fyrir eða samtímis framlagningu þinni eða samþykki þínu til að safna samskiptum og notandaefni. Þú samþykkir að við megum nota slík samskipti og notandaefni að okkar eigin vild.

15. Persónuvernd
Þegar þú sækir um hópaðild, notar þjónustu eða átt á annan hátt í samskiptum við okkur eða eiganda hóps getur verið að unnið sé úr persónuupplýsingum sem tengjast þér. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu Cint og vinnslu persónuupplýsinga er að finna hér í persónuverndaryfirlýsingu fyrir þátttakendur í rannsóknum.

16. Fyrirvari
Þú samþykkir sérstaklega að þátttaka þín í könnun, annarri rannsóknaráætlun og notkun þjónustunnar og leit á vefsvæði okkar, könnunarsvæði, hópsvæði eða samstarfsaðilasvæði er á þína eigin áhættu og ábyrgð. Að því marki sem lög leyfa berum við, viðskiptavinir okkar, könnunaraðilar, eigendur hópa, samstarfsaðilar eða aðrir þriðju aðilar og stjórnendur okkar og þeirra, yfirmenn, launþegar, fulltrúar, umboðsmenn, veitendur og leyfishafar þriðja aðila, enga beina, óbeina eða lögbundna ábyrgð, þar á meðal á söluhæfni og notagildi í ákveðnum tilgangi, að þátttaka í könnun eða notkun þjónustunnar, svæðis okkar, könnunarsvæðis, hópsvæðis eða samstarfsaðilasvæðis verði laus við truflanir eða villur. Að því marki sem lög leyfa berum við, viðskiptavinir okkar, könnunaraðilar, eigendur hópa, samstarfsaðilar eða aðrir þriðju aðilar, og stjórnendur okkar og þeirra, yfirmenn, fulltrúar, launþegar, fulltrúar, umboðsmenn, veitendur og leyfishafar þriðja aðila, enga beina, óbeina eða lögbundna ábyrgð, þar á meðal á söluhæfni og notagildi í ákveðnum tilgangi, á nákvæmni, áreiðanleika eða innihaldi upplýsinga eða þjónustu sem veitt er í gegnum könnun eða svæði okkar, könnunarsvæði, hópsvæði eða samstarfsaðilasvæði, aðra en þá sem sérstaklega er sett fram í þessum skilmálum.

17. Takmarkanir á ábyrgð
AÐ ÞVÍ MARKI SEM LÖG LEYFA ERUM VIÐ, KÖNNUNARAÐILAR, EIGENDUR HÓPA EÐA SAMSTARFSAÐILAR, ÞRIÐJU AÐILAR, YFIRMENN, FULLTRÚAR, HLUTHAFAR, LAUNÞEGAR, UMBOÐSMENN, VERKTAKAR, EFTIRMENN EÐA FRAMSALSHAFAR EKKI ÁBYRGIR GAGNVART ÞÉR Á NEINN HÁTT, ÞAR Á MEÐAL ÁN TAKMARKANA, FYRIR HVERS KONAR MÁLEFNUM SEM TENGJAST ÞESSUM SKILMÁLUM, ÞJÓNUSTU, VEFSVÆÐI OKKAR, KÖNNUN, HÓPSVÆÐI, SAMSTARFSAÐILASVÆÐI EÐA FRAMLAGNINGU SEM ÞÚ VEITIR, EÐA FYRIR BEINU, ÓBEINU, SÉRSTÖKU, REFSIVERÐU, TILFALLANDI, ÁREIÐANLEGU, SKAÐABÓTASKYLDU EÐA AFLEIDDU TJÓNI, TAPI Á HAGNAÐI, TAPI Á VÆNTANLEGUM SPARNAÐI, EÐA HVERS KYNS ÓBEINU TJÓNI, HVORT SEM VIÐ HÖFUM FENGIÐ VITNESKJU UM LÍKURNAR EÐA MÖGULEIKANA Á SLÍKU TJÓNI.

Takmarkanir á ábyrgð og fyrirvari í þessum skilmálum gilda án tillits til hvers konar aðgerða, hvort sem það er vegna samnings, ábyrgðar, ásetningsbrots, gáleysisbrots, strangrar skaðabótaskyldu, vanrækslu eða annars skaðabótarétts og skulu halda gildi sínu eftir grundvallarbrot eða brot eða villu í grunnatriðum samnings eða skort á sérúrræði.

18. Skaðabætur
Þú samþykkir að greiða fullar skaðabætur, verja okkur, könnunaraðila, eigendur hópa, samstarfsaðila og aðra tengda þriðju aðila, þar með talda stjórnendur, fulltrúa, hluthafa, launþega, umboðsmenn, verktaka, hlutdeildarfélög, eftirmenn eða framsalshafa, gegn öllum skaða, gjöldum, skaðabótaskyldu og tapi af einhverju tagi, þar á meðal lögfræðilegum gjöldum, hvort sem þau koma beint eða óbeint upp vegna brots þíns á þessum skilmálum.

19. Breytingar
Við áskiljum okkur hér með rétt til að gera breytingar á þessum skilmálum að eigin vild. Við hvetjum þig til að skoða þessa skilmála reglulega. Við munum fá samþykki þitt fyrir breytingum sem eru þess eðlis að þær krefjast samþykkis. Ef um er að ræða breytingar sem ekki krefjast samþykkis mun áframhaldandi notkun þín, aðgangur og/eða þátttaka í þjónustunni samsvara samþykki þínu á þessum breyttu skilmálum.

20. Fylgni við gildandi lög
Þú viðurkennir og samþykkir að þú munir ávallt fara eftir gildandi lögum þegar þú svarar könnun, tekur þátt í annarri rannsóknaráætlun eða notar þjónustuna á annan hátt.

21. Tímabundin svipting, riftun og lokun aðgangs
Til viðbótar við öll önnur tiltæk úrræði, gætum við, án fyrirvara, frestað og/eða sagt upp notkun þinni og aðgangi að þjónustunni, eða aðild þinni að hópi, ef þú brýtur gegn þessum skilmálum eða ef þú notar þjónustuna á ólögmætan hátt eða á annan hátt hegðar þér á óviðunandi hátt að mati okkar, könnunaraðila, eiganda hóps eða samstarfsaðila. Ef við lokum á aðgang þinn að þjónustunni og/eða ef hópaðild þinni er slitið: (a) missir þú öll réttindi, titil og hagsmuni og/eða öll óútleyst fríðindi, hvatningu og/eða verðlaun, sem eru virk við uppsögn; (b) hópaðild þín verður strax afturkölluð; (c) aðgangi þínum að þjónustunni verður lokað strax; og (d) þú munt ekki geta tekið þátt í neinum könnunum sem boðnar eru í gegnum þjónustuna í framtíðinni.

Enn fremur, áskiljum við okkur rétt til að loka aðildarreikningi þínum: (a) ef þú ert ekki lengur virkur hópmeðlimur; (b) ef við lendum í að fá óskilapóst í samskiptum við reikninginn þinn; eða (c) ef við fáum tilkynningu um að pósthólfið þitt sé fullt þrisvar (3) sinnum í samskiptum okkar við netfang þitt.

Ef aðild er gerð óvirk, henni sagt upp af þér eða okkur, missir þú alla hvatningu sem þú hefur unnið þér inn.

22. Sjálfstæði einstakra greina og framsal
Ef eitthvert hugtak eða ákvæði í þessum skilmálum telst ógilt eða óframfylgjanlegt skal slíkt hugtak eða ákvæði talið aðskiljanlegt frá því sem eftir er af þessum skilmálum og restin af skilmálum skal skýra og túlka án tilvísunar til óframfylgjanlega hugtaksins.

Þú mátt ekki framselja þessa skilmála án skriflegs samþykkis okkar, sem kann að vera synjað að okkar vild. Þú samþykkir að við getum dreift þessum skilmálum hvenær sem er til hvers sem er.

23. Gildandi lög, lögsagnarumdæmi og varnarþing
Sérhverjar deilur sem stafa af eða tengjast þessum skilmálum, þar með taldar spurningar er varða tilvist þeirra, gildi eða uppsögn, skal vísað til héraðsdómstóls Stokkhólms (sæ. Stockholms tingsrätt) og stjórnað af og túlkaðar í samræmi við sænsk lög án tillits til lagavalsreglu (hvort sem er í Svíþjóð eða öðrum lögsagnarumdæmum) sem gæti kveðið á um beitingu laga annarrar lögsagnar.