Participant privacy notice (IS)

Persónuverndaryfirlýsing fyrir þátttakendur í rannsóknum Cint

Gildistökudagur: 28. febrúar 2018
Síðast endurskoðað: 28. febrúar 2018

Í þessari persónuverndaryfirlýsingu er að finna skilgreiningu á því hvernig Cint AB („Cint“) notar (safnar, geymir, notar, birtir og notar á annan hátt) persónuupplýsingar þínar („persónuupplýsingar“, sem einnig kann að vera vísað til sem „persónugreinanlegar upplýsingar“) og aðrar upplýsingar
sem lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu, sem á við hvort sem þú ert meðlimur í hópi („hópmeðlimur“) í eigu eins hópeigenda okkar („eigandi hóps“) eða ert þátttakandi („þátttakandi“) í könnun eða annarri markaðsrannsóknaráætlun hjá einum af viðskiptavinum okkar („viðskiptavinir“) eða samstarfsaðilum („samstarfsaðilar“). Þátttaka þín gæti einnig fallið undir persónuverndaryfirlýsingu einhvers eiganda hóps hjá okkur.

Cint er með staðfestu innan ESB og upplýsingarnar í þessari persónuverndaryfirlýsingu byggjast á almennri persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (2016/679) sem setur fram miklar kröfur varðandi vernd persónuupplýsinga.
Þó kunna önnur lög og reglugerðir um persónuvernd einnig að gilda, eftir því hvar þú býrð. Þessi persónuverndaryfirlýsing gildir um íbúa í öllum löndum, hvar sem er í heiminum.

Cint mun koma á fót og viðhalda viðskiptaháttum sem samræmast þessari persónuverndaryfirlýsingu, og mun sjá til þess að hlutdeildarfélög þess geri slíkt hið sama.

HVAÐ ER CINT?
Cint býður upp á alþjóðlegan rannsóknar- og upplýsingavettvang á netinu sem tengir eigendur hópa við markaðsrannsóknaraðila, vörumerki, hópmeðlimi og þátttakendur í könnunum til að deila skoðunum neytenda og gögnum. Höfuðstöðvarnar eru í Stokkhólmi, Svíþjóð, auk þess sem Cint er með skrifstofur í stórborgum í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu- og Kyrrahafsríkjunum.

Einstaklingar taka þátt í markaðsrannsóknum hjá Cint annaðhvort með aðild að hópi eins hópeiganda okkar eða í gegnum einhvern samstarfsaðila okkar sem beina þátttakendum í könnun eða aðra markaðsrannsóknaráætlun. Hópmeðlimir og þátttakendur taka þátt í könnunum eða öðrum markaðsrannsóknum og fá í staðinn möguleika á fríðindum eða annars konar hvatningu fyrir þátttökuna.

Eigendur hópa og samstarfsaðilar Cint sem beina þátttakendum í kannanir eða aðrar markaðsrannsóknir eru ábyrgðaraðilar gagna og ákvarða tilgang og aðferðir við úrvinnslu persónuupplýsinga. Cint mun aðeins vinna úr persónuupplýsingunum þínum sem gagnavinnsluaðili, að beiðni ábyrgðaraðila gagnanna.

Persónuupplýsingar þínar kunna að vera notaðar í ýmsum tilgangi sem lýst er hér á eftir með dæmum um þá flokka persónuupplýsinga sem eiga við fyrir hvern tilgang. Sérstakar og ítarlegri upplýsingar um notkun persónuupplýsinga gætu einnig verið veittar í ákveðnum könnunum eða öðrum markaðsrannsóknaráætlunum. Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum skaltu endilega hafa samband við okkur eftir leiðunum sem gefnar eru upp í liðnum „HAFA SAMBAND“ hér á eftir.

CINT TRYGGIR PERSÓNUVERND ÞÍNA
Skráning og þátttaka í hópi í eigu eins hópeiganda okkar fellur undir skilmála Cint. Skilmála Cint er að finna hér.

Þátttaka þín í könnun eða annarri markaðsrannsóknaráætlun er algjörlega valfrjáls og notkun Cint á persónuupplýsingum þínum fer fram með þínu samþykki. Kannanir og aðrar markaðsrannsóknir sem viðskiptavinir eða samstarfsaðilar Cint eða aðrir þriðju aðilar hafa umsjón með, og gögnin sem safnað er í tengslum við þessar kannanir og markaðsrannsóknir, falla ekki undir þessa persónuverndaryfirlýsingu.

Cint leggur ríka áherslu á vernd persónuupplýsinga. Cint leitast við að samræma persónuverndaraðgerðir sínar við gildandi lög, reglur og staðlaðar verklagsreglur sem við eiga fyrir fyrirtæki og samtök á sviði markaðs- og skoðanakannana, þar með talin, án takmarkana, ESOMAR (www.esomar.org) og samtökin Insights (www.insightsassociation.org).

HVERNIG ER PERSÓNUUPPLÝSINGUM SAFNAÐ?
Við munum ávallt nota sanngjarnar og lögmætar aðferðir við söfnun persónuupplýsinga þinna og aðeins í sérstökum tilgangi. Til dæmis getur Cint safnað persónuupplýsingum þínum þegar þú skráir þig í eða tekur þátt í hópi í eigu eins hópeiganda okkar, fyllir út könnun, tekur þátt í annarri markaðsrannsóknaráætlun eða tekur þátt með sjálfvirkum leiðum eða öðrum aðferðum eins og lýst er í liðnum „HVAÐA UPPLÝSINGUM ER SAFNAÐ MEÐ SJÁLFVIRKUM TÆKNIAÐFERÐUM?“ hér á eftir.

Cint safnar eingöngu persónuupplýsingum vegna markaðsrannsókna.

HVAÐA PERSÓNUUPPLÝSINGUM ER SAFNAÐ OG UNNIÐ ÚR?
Persónuupplýsingarnar sem við vinnum úr geta innihaldið nafn þitt, heimilisfang, símanúmer, netfang, fæðingardag og aðrar svipaðar upplýsingar. Cint kann að safna persónuupplýsingum beint frá þér þegar þú veitir Cint þær sjálfviljug(ur) eða Cint gæti fengið persónuupplýsingar frá hópeigendum sínum, viðskiptavinum eða markaðsrannsóknafyrirtækjum sem hafa fengið til þess samþykki þátttakanda. Cint mun safna gögnum hópmeðlima í hópi í eigu eins hópeiganda fyrirtækisins í samræmi við leiðbeiningar viðkomandi eiganda.

Cint kann einnig að fá persónuupplýsingar frá eigendum gagnagrunna sem hafa fullvissað okkur um að gagnagrunnar þeirra samanstandi aðeins af einstaklingum sem hafa samþykkt að vera með og að persónuupplýsingum þeirra sé deilt. Að lokum kann Cint að safna og nota persónuupplýsingar sem fengnar eru úr opinberum heimildum, svo sem símaskrám.

Öðru hvoru kann Cint að safna viðkvæmum persónuupplýsingum sem geta innihaldið upplýsingar um kynþátt, þjóðerni, heilsufarsgögn, fjárhagsupplýsingar, stjórnmálaskoðanir og trúarleg eða heimspekileg viðhorf, eftir því í hvaða landi þú býrð. Ef Cint safnar viðkvæmum persónuupplýsingum um þig mun Cint alltaf biðja um skýrt samþykki þitt áður.

Þú getur einnig sent inn, hlaðið upp eða flutt efni, þar með taldar myndir, myndbönd og/eða annað svipað eða tengt efni eða efni sem getur falið í sér persónuupplýsingar þínar, til dæmis þegar þú tekur þátt í könnunum eða öðrum markaðsrannsóknum. Hugsanlega verða slíkar persónuupplýsingar notaðar og birtar eins og lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu og ættu því ekki að innihalda hljóð, myndbönd, myndir eða líkindi með öðrum en þér.

HVERNIG ER PERSÓNUUPPLÝSINGUM SAFNAÐ OG UNNIÐ ÚR ÞEIM?
Cint kann að safna og vinna úr persónuupplýsingum þínum af ýmsum ástæðum, þar á meðal til að:

  • gera þér kleift að taka þátt í hópi í eigu eins hópeiganda okkar;
  • safna upplýsingum um þig svo Cint geti beint til þín ákveðnum könnunum og öðrum markaðsrannsóknum sem henta þér;
  • hafa samband við þig til að bjóða þér að taka þátt í könnunum eða öðrum markaðsrannsóknaráætlunum;
  • uppfæra skrár okkar með persónuupplýsingum þínum;
  • hafa umsjón með hvatningaráætlunum okkar og uppfylla óskir þínar um slíkar hvatningar;
  • gera þér kleift að taka þátt í getraunum (ef það er leyft);
  • svara öllum skilaboðum eða beiðnum sem þú kannt að senda okkur;
  • staðfesta notandaupplýsingar þínar eða svör sem þú gafst í könnun eða annarri markaðsrannsóknaráætlun;
  • veita þér þjónustu og stuðning;
  • greina og koma í veg fyrir brot á skilmálum okkar;
  • kanna grun um sviksamlegt athæfi eða brot á rétti annars aðila;
  • bregðast við upplýsingabeiðnum frá stjórnvöldum sem hafa til þess fullt umboð eða þar sem þess er krafist samkvæmt lögum;
  • í tengslum við sölu, framsal eða aðra flutninga á fyrirtæki okkar, en í því tilviki mun Cint leita allra leiða sem mega teljast sanngjarnar út frá viðskiptasjónarmiði til að tryggja að slíkur kaupandi samþykki að meðhöndla persónuupplýsingar í samræmi við þessa persónuyfirlýsingu; eða
  • í samræmi við aðrar heimildir sem þú hefur veitt.

Athugaðu að þú gætir þurft að heimila tölvupóstssamskipti til að geta tekið þátt í könnunum okkar eða öðrum markaðsrannsóknum. Þú getur afþakkað slíka tölvupósta með því að afskrá þig úr könnunum eða öðrum markaðsrannsóknum.

Cint tryggir ávallt að fyrirtækinu sé heimilt að vinna úr persónuupplýsingum þínum. Cint gerir þetta yfirleitt með því að fá samþykki þitt, en í takmörkuðum tilvikum gæti Cint notað lagaákvæði til að vinna úr persónuupplýsingum.

Ef lagaákvæði er í gildi sem gerir Cint kleift að vinna úr persónuupplýsingum þínum og þú afturkallar samþykki þitt til að vinna úr persónuupplýsingum þínum þýðir það ekki endilega að Cint muni hætta úrvinnslu persónuupplýsinga þinna, þar sem það getur til dæmis verið háð lögbundinni skyldu til að halda vinnslunni áfram af einhverjum ástæðum, t.d. til að halda afritum af viðskiptum í sjö ár að lágmarki.

HVAÐA UPPLÝSINGUM ER SAFNAÐ MEÐ SJÁLFVIRKUM TÆKNIAÐFERÐUM?
Cint kann að safna ákveðnum upplýsingum sjálfvirkt. Það fer eftir því í hvaða landi þú býrð hvort slíkar upplýsingar teljast vera persónuupplýsingar. Slíkar upplýsingar fela í sér, en takmarkast ekki við, upplýsingar um tækið þitt og afköst þess, þar með talið en takmarkast ekki við, stýrikerfi tækisins, önnur forrit í tækinu þínu, upplýsingar um kökur, IP-tölu, netþjónustuveitu tækis, gerð tækis, tímabelti, stöðu netkerfis, vafrategund, auðkenni vafrans, einkvæmt auðkennisnúmer tækis (svo sem auðkenni fyrir greiningar eða auglýsingar), notandakenni netþjónustuveitu (númer sem þér er sérstaklega úthlutað af netþjónustuveitunni), MAC-vistfang, auglýsingakenni fartækis, staðsetningu og aðrar upplýsingar sem einar og sér eða í tengslum við aðrar er hægt að nota til að auðkenna tækið þitt með einkvæmum hætti. Sérstök tækni er tilgreind hér að neðan:

Kökur:

Kaka er einfaldlega lítil textaskrá sem inniheldur upplýsingar um notandann sem komið er fyrir af vefsvæði inni á tölvu eða tæki notandans. Cint setur kökur á tölvuna þína eða tækið til að fylgjast með könnunum og öðrum markaðsrannsóknaráætlunum og til að fyrirbyggja svik.

Cint getur einnig notað rakningarkökur, merki og forskriftir til að fylgjast með ákveðnum upplýsingum um þig byggt á virkni þinni á vefsvæðinu okkar eða vefsvæðum þriðja aðila. Cint getur notað þessar upplýsingar til að ákvarða hvort þú hefur séð, smellt á eða á annan hátt átt í gagnvirkum samskiptum við auglýsingu á netinu eða kynningu sem Cint er að vinna að til að aðstoða við mat fyrir einn af viðskiptavinum okkar. Með fyrirvara um samþykki þitt getur Cint einnig valið þig fyrir könnun eða aðrar markaðsrannsóknaráætlanir þar sem kökur verða notaðar til að sýna þér ákveðnar auglýsingar eða kynningar fyrir könnunina eða aðra markaðsrannsókn til að meta slíkar auglýsingar eða kynningar.

Með samþykki þínu geta viðskiptavinir eða samstarfsaðilar Cint einnig sett kökur á tölvuna þína eða tækið og notað kökur, merki og forskriftir til að fylgjast með ákveðnum upplýsingum um virkni þína á tilteknum vefsvæðum. Viðskiptavinir eða samstarfsaðilar Cint geta notað þessar upplýsingar fyrir ýmiss konar markaðsrannsóknarstarfsemi.

Ef þú vilt getur þú valið að samþykkja ekki kökur með því að breyta persónuverndarstillingum vafrans þíns til að eyða kökum þegar vefsíðum er lokað eða þegar þú lokar vafranum þínum. Þú getur einnig stillt vafrann þinn á að loka fyrir kökur. Með því að veita ekki samþykki, eyða kökum eða loka fyrir kökur getur verið að þú fáir ekki að taka þátt í könnunum eða öðrum markaðsrannsóknaráætlunum eða það getur haft neikvæð áhrif á notandaupplifun þína. Skoðaðu liðinn „HVERNIG AFÞAKKA ÉG ÞÁTTTÖKU?“ til að fá upplýsingar um hvernig á að hafna kökum.

Notkun Cint á kökum fer alltaf fram með þínu samþykki.

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um kökur sem Cint notar skaltu smella hér.

Auglýsingakenni fartækis:

Auglýsingakenni fartækis er strengur af tölustöfum og bókstöfum sem auðkennir einstaka snjallsíma eða spjaldtölvur. Í iOS er auglýsingakenni fartækis kallað auðkenni fyrir auglýsendur („Identity For Advertisers“, IDFA eða IFA). Í Android er auglýsingakenni fartækis svonefnt GPS ADID (eða „Google Play Services ID for Android“). Cint getur safnað auglýsingakennum fartækja eða fengið þau frá samstarfsaðila. Cint kann að nota auglýsingakenni fartækja í markaðsrannsóknaráætlunum eða til að deila gögnunum þínum með viðskiptavinum eða samstarfsaðilum. Með fyrirvara um samþykki þitt getur Cint einnig valið þig fyrir könnun eða aðrar markaðsrannsóknaráætlanir þar sem auglýsingakenni fartækja verða notuð til að sýna þér ákveðnar auglýsingar eða kynningar fyrir könnunina eða aðra markaðsrannsókn til að meta slíkar auglýsingar eða kynningar.

Cint mun aðeins safna eða fá auglýsingakenni fartækja með samþykki þínu.

Vefvitar:

Vefviti (einnig þekktur sem merki, glær gif-mynd eða 1×1 pixill) samanstendur af litlum kóðastreng sem er felldur inn í vefsíðu eða tölvupóst. Strengirnir geta verið sýnilegar eða ekki sýnilegar grafískar myndir sem tengjast vefvitanum og myndin er oft hönnuð til að falla inn í bakgrunn vefsíðu eða tölvupósts.

Cint kann að nota vefvita í tölvupóstum til að finna út hvort skilaboðin okkar eru opnuð og til að staðfesta alla smelli á tengla í tölvupóstinum eða í auglýsinga- eða vefsíðurannsóknum til að ákvarða hvort þátttakandi hafi skoðað auglýsingar eða annað efni á netinu sem Cint er að mæla. Cint og viðurkenndir umboðsaðilar okkar geta tengt persónuupplýsingar við vefvita í rekstrar- og rannsóknartilgangi.

Landfræðileg staðsetningargögn:

Cint getur safnað staðsetningarupplýsingum úr tölvunni þinni eða tækinu. Cint getur notað staðsetningargögnin þín til að koma í veg fyrir svik eða vegna markaðsrannsókna, meðal annars, en ekki takmarkað við, auglýsingarannsóknir eða aðrar markaðsrannsóknir sem byggja á rakningarupplýsingum. Cint mun fá samþykki þitt til að safna eða nota staðsetningarupplýsingar þínar.

Stafræn fingraför:

Cint getur notað stafræna fingrafaratækni til að safna tilteknum gögnum um þig og/eða tölvuna þína eða tækið. Þessi gögn geta innihaldið persónuupplýsingar eins og IP-tölu, auk gagna sem ekki eru persónuupplýsingar, svo sem um stýrikerfi tölvunnar eða útgáfunúmer vafrans. Þessi tækni myndar einkvæmt tölvukenni sem hægt er að nota til að koma í veg fyrir svik eða til að greina og fylgjast með þátttöku þinni í könnun eða öðrum markaðsrannsóknum og takmarka þátttöku í samræmi við kröfur tiltekinnar könnunar eða annarrar markaðsrannsóknaráætlunar.

Upplýsingar um samfélagsmiðla:

Þér gæti einnig boðist tækifæri til að taka þátt í könnunum og öðrum markaðsrannsóknum með eða í gegnum samfélagsmiðla. Ef þú velur að taka þátt í könnunum eða öðrum markaðsrannsóknum með eða í gegnum samfélagsmiðla kann Cint, með þínu samþykki, að safna ákveðnum notandaupplýsingum sem eru geymdar á samfélagsmiðlareikningi þínum.

Kladdaskrár:

Cint safnar og geymir sjálfkrafa ákveðnar upplýsingar meðan þú tekur þátt í könnunum og öðrum markaðsrannsóknaráætlunum. Þjónar okkar skrá sjálfkrafa upplýsingar sem vafrinn þinn sendir í hvert sinn sem þú skoðar vefsvæði. Þessar notkunarskrár netþjóna geta innihaldið upplýsingar um vefbeiðni þína, IP-tölu, gerð vafra, tungumál vafra, dagsetningu og tíma beiðninnar og eina eða fleiri kökur sem kunna að auðkenna vafrann þinn með einkvæmum hætti. Þessum upplýsingum er eytt reglulega sem hluti af venjulegum viðhaldsferlum.

Upplýsingar sem Cint safnar frá þriðju aðilum:

Cint getur fengið persónuupplýsingar, upplýsingar um hegðun og/eða lýðfræðilegar upplýsingar frá þriðju aðilum, þar með talið, án takmarkana, verkvöngum gagnastjórnunar, auglýsinganetum, upplýsingaþjónustuskrifstofum, öðrum markaðsrannsóknaraðilum og/eða samfélagsmiðlum. Cint kann að nota persónuupplýsingarnar, upplýsingarnar um hegðun og/eða lýðfræðilegu upplýsingarnar frá þessum þriðju aðilum í mismunandi tilgangi, þar með talið, án takmarkana, til að sannreyna gögn, bæta við gögn, þróa markaðsinnsýn og greina sviksamlegt athæfi.

MEÐ HVERJUM DEILIR CINT PERSÓNUUPPLÝSINGUM?
Cint gerir persónuupplýsingar þínar ekki tiltækar fyrir þriðja aðila án þíns samþykkis nema lög kveði á um það eins og tilgreint er hér að neðan.

Ef könnun eða önnur markaðsrannsóknaráætlun eða aðgerðir fela í sér að gera persónuupplýsingar tiltækar fyrir þriðja aðila mun Cint aðeins deila persónuupplýsingum þínum með þínu samþykki. Ef söfnuð gögn eru notuð til tölfræðilegra líkanareikninga til að skilja betur þróun og óskir meðal ákveðinna hópa eða áheyrenda meðal almennings, verða aðeins takmarkaðar persónuupplýsingar notaðar til markaðsrannsókna og ávallt með þínu samþykki.

Cint kann að birta þriðja aðila persónuupplýsingar þínar, upplýsingar um notandagögn eða önnur rannsóknargögn sem hér segir:

  • umboðsmönnum okkar, verktökum eða samstarfsaðilum sem auðvelda slíka þjónustu, í tengslum við markaðsrannsóknir (þar með taldar hvatningaráætlanir okkar); að því tilskildu að slíkir aðilar noti persónuupplýsingar þínar eingöngu til að veita þjónustu við Cint;
  • umboðsmönnum, verktökum eða samstarfsaðilum Cint í tengslum við þjónustu sem þessir einstaklingar eða aðilar framkvæma fyrir eða með Cint. Þessir umboðsmenn, verktakar eða samstarfsaðilar mega aðeins nota þessar upplýsingar til að veita þjónustu við Cint. Cint getur til dæmis veitt umboðsmönnum, verktökum eða samstarfsaðilum persónuupplýsingar til að kynna könnunarvefsvæði okkar, fyrir gagnasöfnun eða vinnsluþjónustu, eða til að senda þér upplýsingar sem þú baðst um, en þessir aðilar geta ekki notað persónuupplýsingar þínar til eigin nota sem tengist ekki vinnu þeirra fyrir okkur;
  • viðskiptavinum Cint, en í slíkum tilvikum verður persónuupplýsingum þínum aðeins deilt með viðskiptavinum:
    i) með þínu samþykki, eða ii) í leyfilegu rannsóknarskyni í samræmi við reglur Insights-samtakanna og ESOMAR.
  • í tengslum við beiðni eða lögmæta kröfu opinberra yfirvalda um að uppfylla kröfur um þjóðaröryggi eða löggæslu;
  • í samræmi við nauðsynlegan málarekstur, til aðila sem á hagsmuna að gæta;
  • þegar Cint telur að upplýsingagjöf sé nauðsynleg eða viðeigandi til að koma í veg fyrir efnislegan skaða eða fjárhagslegt tap eða í tengslum við grunaða eða raunverulega ólöglega starfsemi;
  • í tengslum við sölu, framsal eða annan flutning Cint, en í þeim tilvikum mun Cint krefjast þess að slíkur kaupandi samþykki að meðhöndla persónuupplýsingar í samræmi við þessa persónuverndaryfirlýsingu. Ef sölu, framsali eða öðrum flutningi Cint er ekki fullnægt með væntanlegum kaupanda mun Cint krefja þriðja aðila um að nota ekki né birta persónuupplýsingar þínar á nokkurn hátt og eyða þeim alveg; eða
  • í samræmi við aðrar heimildir sem þú hefur veitt.

Cint getur heimilað þriðja aðila (t.d. gagnamiðlurum, gagnasöfnurum o.s.frv.) tilteknar takmarkaðar persónuupplýsingar vegna markaðsrannsókna, þar á meðal, en

takmarkast ekki við, leyfisveitingu einstaklingsbundinna og/eða uppsafnaðra gagna (t.d. vöru- og/eða þjónustukaup eða notkunarupplýsingar, upplýsingar um heimsóknir á vefsvæði, leitarferil á netinu, o.s.frv.) til að þróa innsýn áhorfenda og/eða líkana, svo hægt sé

að selja slík gögn til viðskiptavina þriðja aðila í þeim tilgangi að framkvæma greiningar og veita markaðsupplýsingar. Þessum upplýsingum getur verið deilt með kökum (kökuauðkenni), auðkenni fyrir farsímaauglýsingar, netfangi eða öðrum leiðum. Eftir að samsöfnun eða líkanagerð er lokið er persónuupplýsingum eytt.

Að auki má veita persónugreinanlegar upplýsingar og upplýsingar sem safnað er með sjálfvirkum hætti til þriðja aðila, þar á meðal, án takmarkana, viðskiptavina, samstarfsaðila,

umboðsaðila og/eða seljenda í þeim tilgangi að auðkenna svarendur vegna tengdra kannanna eða samskipta, greininga á sviksamlegri starfsemi og/eða forvörnum, gagnasamsvörun, gagnaprófun, gagnaviðbót, kóðun, gagnabútun og fríðindum, hvatningu og/eða getraunum eða kynningartengdri þjónustu.

Cint er heimilt að varðveita persónuupplýsingar eða stafrænar upplýsingar til að fullnægja beiðnum þínum og/eða viðskiptaþörfum Cint. Til dæmis getur Cint varðveitt netfang þátttakenda sem segja upp aðild til að tryggja að Cint virði slíkar óskir. Öll varðveisla persónuupplýsinga er gerð í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.

Cint dreifir aðeins persónuupplýsingum með þínu samþykki.

SAFNAR CINT UPPLÝSINGUM FRÁ BÖRNUM?
Cint safnar ekki vísvitandi persónuupplýsingum frá börnum undir þeim aldri sem þarfnast samþykkis foreldris. Ef Cint verður var við að Cint hafi óvart safnað persónuupplýsingum frá barni undir þeim aldri sem þarfnast samþykkis foreldris, mun Cint eyða slíkum persónuupplýsingum úr gagnagrunninum.

HVAÐA VERNDARRÁÐSTAFANIR HEFUR CINT GERT TIL AÐ TRYGGJA ÖRYGGI PERSÓNUUPPLÝSINGA ÞINNA?
Öryggi persónuupplýsinga þinna er okkur kappsmál. Þess vegna hefur Cint komið á tæknilegum, efnislegum og stjórnunarlegum verndarráðstöfunum til að vernda upplýsingarnar sem Cint safnar. Aðeins þeir starfsmenn sem þurfa aðgang að upplýsingunum til að sinna störfum sínum hafa heimild til að fá aðgang að persónuupplýsingum þínum.

Þrátt fyrir öryggisráðstafanir Cint eru sendingar á internetinu og/eða gegnum farsímakerfi ekki algerlega öruggar og Cint ábyrgist ekki öryggi netflutninga. Cint ber ekki ábyrgð á neinum villum sem einstaklingar kunna að gera þegar persónuupplýsingar eru veittar Cint.

VARÐVEISLA PERSÓNUUPPLÝSINGA
Cint mun ekki geyma persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt er vegna vinnslustarfseminnar eða í samræmi við heimildir sem þú hefur veitt. Þetta tímabil kann einnig að miðast við samningsbundin atriði sem Cint eða einn hópeigandi þess eða samstarfsaðili hefur gert við þig, gildandi takmörkunartímabil (til að leggja fram kröfur) eða gildandi lög.

RÉTTINDI ÞÍN
Þú átt rétt á að yfirfara, leiðrétta eða eyða persónuupplýsingum þínum, með fyrirvara um gildandi lög og reglugerðir. Nánar tiltekið:

  • Réttur til aðgangs — þú átt rétt á að fá staðfestingu og upplýsingar um úrvinnslu persónuupplýsinga þinna
  • Réttur til leiðréttingar — þú átt rétt á leiðréttingu á öllum ónákvæmum atriðum í persónuupplýsingum þínum
  • Réttur til eyðingar — þú átt rétt á eyðingu persónuupplýsinga þinna (þessi réttur takmarkast við gögn sem samkvæmt lögum og reglugerðum má aðeins vinna úr með þínu samþykki ef þú afturkallar samþykki fyrir úrvinnslu)
  • Réttur til takmörkunar á vinnslu — þú átt rétt á að krefjast þess að úrvinnsla persónuupplýsinga þinna verði takmörkuð (á meðan Cint leitar leiða til að verða við beiðni þinni mun aðgangur Cint að persónuupplýsingum þínum verða takmarkaður)
  • Réttur til að flytja eigin gögn — þú átt rétt á að flytja persónuupplýsingar þínar til annars aðila (þessi réttur takmarkast við gögn sem þú hefur veitt)

Ef þú vilt nýta einhver réttindi þín getur þú óskað eftir því með því að hafa samband við okkur

með tengiliðaupplýsingunum sem gefnar eru í liðnum „HAFA SAMBAND“ hér á eftir.

Þegar Cint berst beiðni frá einstaklingi mun fyrirtækið reyna að veita umbeðnar upplýsingar innan 30 daga, að því gefnu að beiðnin sé þess eðlis að mögulegt sé að svara henni innan þeirra tímamarka. Ef þörf er á lengri úrvinnslutíma mun Cint tilkynna það innan þrjátíu daga.

Í ákveðnum aðstæðum er þó hugsanlegt að Cint geti ekki veitt aðgang að einhverjum persónuupplýsingum. Þetta getur gerst ef:

  • aðgangur að persónuupplýsingunum er líklegur til að afhjúpa persónuupplýsingar um þriðja aðila;
  • birting upplýsinganna leiðir til afhjúpunar á viðskiptaupplýsingum sem bundnar eru trúnaðarkvöð; eða
  • upplýsingunum hefur verið safnað vegna lagalegrar rannsóknar.

Ef Cint hafnar beiðni einstaklings um aðgang að persónuupplýsingum hans mun Cint gefa einstaklingnum upplýsingar um ástæðu höfnunarinnar.

HVERNIG AFÞAKKA ÉG ÞÁTTTÖKU?
Við munum ávallt virða ákvörðun þína um að taka þátt í könnun eða annarri markaðsrannsóknaráætlun, svara einhverri ákveðinni spurningu í könnun eða gefa upp persónuupplýsingar, þ.m.t viðkvæmar upplýsingar.

Þú getur valið um að taka þátt í ákveðinni könnun eða annarri markaðsrannsóknaráætlun, neitað að svara tilteknum spurningum eða hætt þátttöku hvenær sem er. Ef þú hins vegar veitir ekki tilteknar upplýsingar eða tekur ekki fullan þátt í ákveðinni könnun kann það að útiloka þig frá því að fá hvatningargreiðslu eða frá þátttöku í ákveðnum rannsóknum síðar. Frekari upplýsingar um hvatningu eru í skilmálum Cint sem hægt er skoða með því að smella hér.

Hópmeðlimir í hópi í eigu eins af hópeigendum okkar sem vilja ekki lengur taka þátt í könnunum, öðrum markaðsrannsóknaráætlunum eða vilja ekki falla undir notkun sjálfvirkrar tækni eða annarrar starfsemi, þ.m.t notkun á kökum, geta afþakkað þátttöku með því að fara á persónuverndarstillingarsíðu meðlimagáttarinnar fyrir viðkomandi hóp. Einnig er hægt að fara á persónuverndarstillingarsíðuna með því að smella á tengilinn til að afþakka þátttöku sem kemur fram í boðum um að taka þátt í könnunum. Hópmeðlimir og þátttakendur geta sömuleiðis haft samband við okkur með tengiliðaupplýsingunum sem gefnar eru í liðnum „HAFA SAMBAND“ hér á eftir.

STEFNA UM GAGNAFLUTNING MILLI LANDA
Cint geymir gögn í ríkjum innan Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Þar sem Cint er alþjóðlegt fyrirtæki kunna dótturfélög þess eða ótengd fyrirtæki þjónustuveitenda að sjá um söfnun, úrvinnslu, geymslu eða flutning persónuupplýsinga þinna út fyrir upprunalandið.

Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið:

Lögaðilar á vegum Cint sem staðsettir eru utan ESB og EES hafa gert samninga milli fyrirtækja um gagnavernd með því að nota föst samningsákvæði sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett fram. Cint hefur gert samninga við þjónustuveitendur og önnur fyrirtæki sem krefjast þess að samningsaðilar virði trúnaðarkvöðina sem persónuupplýsingar þínar falla undir og að þeir meðhöndli evrópskar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi gagnaverndarlög í Evrópu.

Rússneska sambandsríkið:

Í samræmi við gagnaverndarlög Rússneska sambandsríkisins safnar Cint, vinnur úr og geymir persónuupplýsingar frá ríkisborgurum eða Rússneska sambandsríkinu innan Rússneska sambandsríkisins og flytur slík gögn í kjölfarið eingöngu til ESB eða EES.

TENGLAR Í VEFSVÆÐI ÞRIÐJU AÐILA
Þessi persónuverndaryfirlýsing gildir eingöngu fyrir kannanir okkar og aðrar markaðsrannsóknaráætlanir en enga aðra vöru eða þjónustu. Kannanir okkar eða aðrar markaðsrannsóknir geta innihaldið tengla í mörg vefsvæði þriðju aðila sem Cint telur að bjóði upp á gagnlegar upplýsingar. Stefnur og verklagsreglur Cint sem hér er lýst gilda ekki um þau vefsvæði. Cint mælir með því að lesa vandlega persónuverndaryfirlýsingar eða -stefnur hvers vefsvæðis sem þú heimsækir til að fá upplýsingar um persónuvernd, öryggi, gagnasöfnun og reglur um dreifingu á viðkomandi vefsvæði. Með því að taka þátt í einhverjum könnunum okkar eða öðrum markaðsrannsóknum eða heimsækja einhver vefsvæði okkar í kjölfar breytinga á persónuverndaryfirlýsingu veitir þú okkur óháð og sérstakt samþykki þitt til að safna, nota, flytja og birta persónuupplýsingar þínar með þeim hætti sem tilgreindur er í slíkri persónuverndaryfirlýsingu á þeim tíma sem hún er í gildi.

HAFA SAMBAND
Cint kann að meta skoðanir þínar og athugasemdir. Ef þú vilt endurskoða, leiðrétta eða eyða persónuupplýsingum þínum, hefur spurningar, athugasemdir eða tillögur, vilt afþakka frekari þátttöku í könnunum eða öðrum markaðsrannsóknum okkar eða ert með spurningar um persónuupplýsingar þínar skaltu hafa samband við okkur:

Með tölvupósti á: privacy@cint.com

Eða með bréfpósti á:

Cint AB
Luntmakargatan 18, 1tr
111 37 Stockholm, Sweden

ATHUGIÐ: Persónuverndarfulltrúi